Þú þarft enga málfræði

Í dag vildi ég vera málfræðingur. Vildi hafa lagt það fyrir mig. Fyrir mér. Wittgenstein in a box. Functional linguistics (gúgla). Að það eru svo margar leiðir til að tjá sig. Að fólk skilur þrátt fyrir enga málfræði. Litla. Að formleg lýsing er alltaf röng og punkturinn er (a) aftast og (b) aðal málið. Það er, hvað ég vil gera með orðunum. Hvað þú vilt gera. Hvað allir reyna að gera með orðunum, meðvitað og ómeðvitað. Alltaf margir merkingarmöguleikar. Maður velur setningar ekki, þær koma bara út, og ég túlka þær jafnóðum og þeir sem hlusta, sá sem hlustar. Og ég finn að það sem kemur út er margrætt, viljandi margrætt. Viljandi óljóst, viljandi reyni ég að veita margar leiðir til túlkunar. Allt eftir því hvað sá sem tekur við kann að vita og gruna.

Auðveldara að lesa texta sem er í pörtum, styttri línur. Ég vildi lesa skáldsögu. Eina í einu. Vandamálið er núna: eitt í einu, annað er ofhlæði, ofhlað. Yfirþyrmandi, of, lamandi. Ég lamast alltaf við tölvuskjáinn. Ekki bókstaflega. Vildi samt fagna netinu. Internetinu kynntist ég um tvítugt. En internetið núna er ekki internetið þá, gjörólíkir heimar. Ég fagna þessari sprengju upplýsinga og tjáningar. Unglingar með myndasíður, gif-myndir, hreyfimyndir. Textatengsl í veldisvexti. Ekki eins og augliti til auglitis. Ekki eins og að vera með líkama. Ekki tónfall og svipir til að tengja við, álykta út frá. Annað. En samt. Tungumálið, eða ritað mál er stundum of hægt og of einvítt. Maður þyrfti að geta sagt fleiri hluti í einu.

Mig langaði að kynna svo margt sem ég sé, sem ég les og lít yfir og gleymi strax. Blogg eftir blogg, víxlvísanir, tumblr, facebook, fréttir, youtube. Tengslamyndun. Ég ímynda mér að ég skrifi núna eins og Ólafur Stefánsson handboltakappi. Kannski vill hann segja svona mikið. Tilraun í skilningi. Hvað færðu út úr þessu kæri lesandi. Er þetta ekki skýrt. Vantar málsnið? Skýrari línur. Merking felst í notkun. Merking óhugsandi án fleiri. Mál er samskipti. Sam: ekki einn. Ekki ég hugsa þess vegna er ég til, heldur ég er vegna þess að við erum.

Pipra texta. Þið skiljið ef þið viljið. Erfiðara en sígild rit? Skilningur og þá henda málfræðinni á brennu. Tilbúið, tilgert. Allskonar smáorð. Til að stilla setninguna af, til að hægja á. Ef til vill er nauðsynlegt að fylla setningar af smáorðum eins og fallstýrandi samtengingum. Finnst þér (mér) auðveldara að skilja klassískan texta? Þar sem merkingin virðist aðeins ein og höfundur veit nákvæmlega hvað hann vill segja og hvernig. Höfundur beri þar með virðingu fyrir hefðum og venjum og smekk. Víst að búðin opnaði fór ég erlendis. Innan gæsalappa. Hvernig á ég að skilja þessa setningu? Mér skilst að setning þýði ekki lengur setning heldur málsgrein. Eða minna. Ég kann þetta ekki en myndi fara á netið og gúgla að þörf. Til að viðhalda blekkingu um vitræna stöðu.

Imma read you. Hvað þýðir þetta? Hefur enhvern tilgang að ræða hvað þessi orð þýða „í raun og veru“. Ég les þig eins og opna bók. Eins og lélegt klámblað. Eins og bækling frá Vottunum. Ég ætla að fylla þig af þekkingu, ég ætla að kenna þér lexíu. Ég er að lesa þig.