Tag Archives: frelsi

Er skóli fyrir nemendur eða fyrir nemendum?

Mig minnir að einn af mínum kennurum hafi á einhvern hátt komið þessum orðaleik fyrir í máli sínu dag einn að vori. En Sigurður Pálsson segir í Minnisbók:

Sigurður Pálsson, tilvitnun, skóli

 

Í allri minni kennslu frá upphafi hef ég fundið svo sterkt fyrir þessari togstreitu: hafa nemendur ekki frjálst val um það hvort þeir læra (það sem ég reyni að kenna) eða ekki? Mig langar að segja jú. Reynslan hefur kennt mér að margir hugsa nei. Líka nemendur sjálfir – þeir geta tekið upp á því að kvarta yfir því að kennarinn hafi ekki þvingað þá sjálfa til að læra meira. Togstreitur og þversagnir, þegar öllu er á botninn hvolft fer ekkert á neinn ákveðinn hátt.