Tag Archives: agi

Agi

Stundum ganga fyrirætlanir manns um kennslu og nám ekki upp. Nemendur læra ekki það sem maður vildi. Kannski skildu þeir ekki verkefnið, fundu enga merkingu í því, áttuðu sig ekki á því hver tilgangurinn var eða hvað það var sem kennarinn (ég) ætlaðist til. Stundum birtist þetta í fíflalátum, stundum í ásökunum, stundum í því að nemendur gera eitthvað allt annað eins og að sinna samskiptum á facebook í símanum.

Það er langt síðan ég las fyrst greinar og bækur Alfie Kohn og fleiri, eins og John Dewey, sem benda á að venjulega eru „agamál“ hugsuð út frá því hvernig hægt er að fá nemendur til að gera það sem kennarinn vill en ekki út frá því á hverju nemendur þurfa að halda eða hvort það sem ætlast er til að þeir geri sé áhugavert fyrir þá, hvort þeir hafi forsendur til að takast á við það, sjá/búa til merkingu í því og svo framvegis. Mín reynsla er að þegar ég einbeiti mér að því það hvort viðfangsefnin og skipulagið henti nemendum þannig að þeir finni fyrir virðingu og öryggi og hafi raunhæfar forsendur og stuðning við að skilja þau, hverfa „agavandamál“. Hér er gömul og góð tilvitnun í Dewey:

The chief source of the „problem of discipline“ in schools is that … a premium is put on physical quietude; on silence, on rigid uniformity of posture and movement; upon a machine-like simulation of the attitudes of intelligent interest. The teachers’ business is to hold the pupils up to these requirements and to punish the inevitable deviations which occur.
–                – John Dewey, Democracy and Education (1916)

Þetta eru einkunnarorð bókarinnar Beyond Discipline: From Compliance to Community eftir Alfie Kohn, sem ég fletti í með morgunkaffinu.