Stelpur, strákar og stærðfræði

Í hundrað þúsund ár spurðu karlar sjálfa sig að því hvers vegna konur væru svona heimskar. Eftir að fræði urðu til og háskólar varð spurningin æ áleitnari. Hvað skýrir yfirburði karla í öllum vísindum og listum, spurðu menn. Og þetta voru hlutlægir yfirburðir, niðurstöður prófa, sem sýndu að óþarft var að senda stúlkur í langskólanám – það væri léleg fjárfesting. Hinir víðsýnni voru tilbúnir að gera undantekningar – ein og ein kona næði ef til vill þroska á við karlmann, og þær mættu auðvitað njóta þess. Við vitum auðvitað að þessi viðhorf hafa að nokkru leyti breyst. Konur njóta sömu réttinda á blaði og karlar. En allt fram á síðustu ár hafa verið vinsælar hugmyndir um líffræðilegan eðlismun á hugsun karla og kvenna. Eru strákar ekki aðeins hæfileikaríkari í stærðfræði og í að bakka bíl í stæði? Og stelpur betri í að skynja tilfinningar annarra og töfra fram kvöldmat handa fjölskyldunni?

Til að halda áfram og lesa allan pistilinn þarftu að fara á KNÚZ – femínískt vefrit.