Stærðfræði eða reikningur

Nú á dögum er vinsælt að umræða fari fram gegnum myndbönd sem fólk deilir á vefsíðum og Facebook. Hér er splunkunýtt myndband um stærðfræði sem skólafag, tölvur og reikning. Nú er ótalmargt sem flækir þau mál (ég er að skrifa doktorsritgerð um þetta og mun þar með greiða endanlega úr þeirri flækju) en megininntak þessa lestrar er ágætt.

Til sérstakrar umhugsunar er svar hans undir lokin, svo fyrir þá sem nenna ekki að horfa á allt saman skal ég setja niður kvót:

The most crazy thing is, people are giving me examples, look at this way in we got the this fantastic multimedia show to get the computer to show a student how to solve an equation by hand. This is nuts. The computer should be solving the equation. The student should be figuring out why we needed the equation in the first place, what the hell they are going to do with it.