Róttæk kennslufræði II

Ég verð með námsstofu í Róttæka sumarháskólanum 13. ágúst frá kl. 17 til 18.45 sem nefnist Róttæk kennslufræði II. Þangað eru allir velkomnir, hvort sem þeir mættu í fyrra á námsstofuna um róttæka kennslufræði eða ekki.

Í ár fer ég fram á heimanám. Nemendur mæti undirbúnir í tíma!

Verkefnið er að lesa tvær almennar blaðagreinar og eina fræðilega grein:

Greinin „Is Algebra Necessary?“ í New York Times eftir Andrew Hacker [Á að vera opin og aðgengileg – gúglið titilinn og finnið aðra leið til að lesa ef þið lendið í vandræðum með vafrann.]

Greinin „Yes, algebra is necessary“ á bloggi eftir Daniel T. Willingham

Fræðigrein: Williams, J. (2012). Use and exchange value in mathematics education: Contemporary CHAT meets bourdieu’s sociology. Educational Studies in Mathematics, 80(1-2), 57-72. [Er opin og aðgengileg fyrir tölvur með íslenskar IP-tölur (Landsaðgangur)]

Margt sem talað er um í þessum textum má yfirfæra á aðrar námsgreinar. Í þeim kristallast togstreita milli ólíkra sjónarmiða um það hver tilgangur menntakerfis sé og/eða eigi að vera, og hver um það hver virkni þess er í raun og veru. Spurningar til að hafa í huga og mynda sér skoðun á:

  • Til hvers er menntakerfið? Hvaða hagsmunum þjónar það?
  • Á eitthvað að vera „skyldunám“? Hvað eða hver á að ákvarða það?
  • Hvað myndi gerast ef allir nemendur á öllum skólastigjum fengju 10 á öllum lokaprófum næsta vor?

Það væri líka gott að kynna sér eða rifja upp hvað gerðist í fyrra með því að renna yfir þetta samantektarskjal mitt.

One thought on “Róttæk kennslufræði II

  1. ingo Post author

    Fræðilega greinin er dálítið þung aflestrar, en með róttækum vilja má fá ýmislegt út úr henni þó að allt liggi ekki ljóst fyrir.

Comments are closed.