Línuleg hugsun

Þegar ég var í skóla var miklu púðri eytt í að kenna krökkum að draga eina tölu frá annarri, helst með sem flestum tölustöfum. Útkoman voru endalausar blaðsíður af þessu:

Önnur leið til að reikna svona dæmi er að teikna línu:

(Innan þessarar aðferðar er dálítið frelsi í því hvar maður velur að koma við „á leiðinni“, svo þetta er ekki eina myndin sem maður gæti teiknað.)

Hvor aðferðin er nær því sem við raunverulega gerum þegar við reiknum í huganum? (Þið gerið þetta þegar þið metið aldur: hvernig myndirðu finna út úr því hve mörg ár eru liðin frá 1997?)

Hvers vegna ætti að kenna fyrri aðferðina? (Ég veit alveg um eina ástæðu, en hún ónýtist ef um er að ræða kennslu í því að beita aðferðinni án þess að vita hvers vegna hún virkar.)

One thought on “Línuleg hugsun

Comments are closed.