Ipad, nám og sköpun

Apple leyfir fólki ekki að forrita Ipad-tækin sín. Og það var reyndar kveikjan að síðustu færslu. Vegna þess að vonir eru bundnar við að slík tæki geti nýst í skólum. Og mín hugmynd um skóla sem vettvang sköpunar með stærðfræði felur í sér að nemendur búi sjálfir til rafræna gripi.

Eitt af þeim verkfærum sem eru hvað mest spennandi fyrir ungt fólk sem vill skapa tölvuleiki eða teiknimyndir er Scratch. Níu ára krakkar geta lært að nota Scratch til að búa til slíka hluti en þeir geta það ekki nema að læra í leiðinni meira í stærðfræði heldur en flestir gera á lífsleiðinni. Og það geta þau án þess að þurfa að setja neinar formúlur á minnið eða æfa reikningsdæmi.

Og Scratch var tilbúið með tengingu fyrir Ipad þannig hægt var að spila leikina á græjunni. En þá sagði Apple nei. Það gæti verið vegna þess hve öflugt Scratch-kerfið er. Krakkar gætu hreinlega forritað gripinn til að hala niður tónlist af öðrum stöðum en itunes. Því miður virkar Ipad sem komið er meira sem neyslutæki en til sköpunar. Það gæti þó breyst og á vonandi eftir að gera það.

2 thoughts on “Ipad, nám og sköpun

 1. Guðný

  Já eins og er þá er iPadinn fyrst og fremst margmiðlunarspilari, filofax og svissneskur vasahnífur (hægt að setja upp mörg nytsamleg forrit ef maður leitar). En hann er varla neitt verkfærasett. En það kemur örugglega. Ef ekki á iPadinum þá á einhverri annarri töflu.

  Það eru hinsvegar forrit fyrir annarskonarsköpun í iPadinum.
  Ég var t.d. að sækja fría útgáfu af SketchBook Pro 2 og ef mér líst á það ætla ég að fá mér þennan penna sem sést í videoinu hér fyrir neðan.
  Það verður gaman að geta teiknað beint í forrit en um leið beint á töfluna/myndina svo maður horfi á myndina við hlið pennans, fingranna.
  Hér er video sem sýnir þetta forrit:
  http://www.youtube.com/watch?v=SaWloob8PVQ

 2. admin

  Já, það eru að opnast fleiri og fleiri möguleikar til að nota tækið til að skapa. Ennþá er það einhvern veginn takmarkað samt, það eru veggir og lásar.

Comments are closed.