Hugmyndafræði, yfirsjálf, yfirviðtakandi, alhæfður hinn

Ekki orð um afkastaleysi. Nema þessi.

Mellin-Olsen (Politics of Mathematics Education) byggir kenningu sína um stærðfræðimenntun á starfsemiskenningu (activity theory), sem er díalektísk (enda byggð á Marx) og einstaklingur er aldrei til utan samfélags og samfélagslegrar starfsemi

Activity theory embraces both fields coherently: society and the individual are studied dialectically. Activities are the processes by which the individual exists, copes and survives in his society. The individual is thus a social individual in Activity theory. (152)

En hann telur að kenningin nái ekki utan um niðurrif, höfnun, og útilokun á starfsemi. Hann bendir réttilega á að margir nemendur hafna skólalærdómi og jafnvel skemma fyrir sjálfum sér og öðrum. Hann setur fram hugtök frá G. H. Mead til að tala um „almenna hinn“ (generalized other) sem hann reyndar segir svo að við getum allt eins kallað hugmyndafræði (ideology). Hinn almenni hinn er samsettur úr almennum viðhorfum, væntingum, viðbrögðum, eins og einstaklingurinn upplifir þau, og veitir honum „viðmið og mælikvarða“ fyrir hegðun.

Mead skiptir Sjálfinu (Self) í tvo hluta, „I“ og „me“, þar sem I er óskipulagði og ósjálfráður parturinn, en me er hins sá hluti sem stjórnar, og er samsettur úr almennum hinum eins og fjölskyldunni, skólanum, jafningjahópum, fjölmiðlum og svo framvegis. Me-ið er hið félagslega, sýn einstaklings á samfélagið gegnum viðhorf, væntingar og meiningar hópsins. En það eru auðvitað margir „almennir hinir“, og hvað gerist þegar þær raddir takast á?

What happens to a pupil when school, as a GO, says that education is important, while the family says the opposite? What about the situation where the messages from the peer-group contradict those of the family? In which cases do such contradictions lead to confusion and paralysis and in which cases does the individual manage to sort things out, take his decisions? (154)

Nú er það svo að við lestur fræðitexta sér maður endalaust líkindi, og maður hugsar að þetta sé „í raun það sama“ og eitthvað annað. Þetta er reyndar erfitt viðureignar, því stundum er mikilvægur blæbrigða- eða áherslumunur, og stundum eru kenningarnar byggðar á gjörólíkum forsendum þó að „æðri hugtök“ minni hver á önnur. Til dæmis er erfitt að sjá ekki hliðstæðu við Freud hérna. Súper-egó við stjórnina og id-ið óreiðan ein, og svo Lacan, Zizek og hugmyndafræði. En eitt í einu.

Mead segir, út frá þessu að hugsun sé innri samræða milli I og me. Til samanburðar segir Vygotsky líka að („æðri“) hugsun sé innra (/ytra) tal, en er ekki með þessa I-me skiptingu. Hins vegar er áhugavert að bera þetta saman við Bakhtin, því hann segir (skv. túlkun Holquist) að sjálfið sé þrískipt, og hugsun eins konar þrískipt samræða.

The self, then, may be conceived as a multiple phenomenon of essentially three elements (it is—at least—a triad, not a duality): a center, a not-center, and the relation between them. (Dialogism: Bakhtin and his World, 28)

En í hverju orði í samræðu eru að minnsta kosti þrír „aðilar“ þátttakendur: sá sem tjáir, viðtakandi og svo hinn þriðji „yfirviðtakandi“:

Any utterance always has an ad­dressee (of various sorts, with varying degrees of proximity, concreteness, awareness, and so forth), whose responsive understanding the author of the speech work seeks and surpasses. […] But in addition to this ad­dressee (the second party), the author of the utterance, with a greater or lesser awareness, presupposes a higher superaddressee (third), whose absolutely just responsive understanding is presumed, either in some metaphysical distance or in distant historical time (the loophole ad­dressee). In various ages and with various understandings of the world, this superaddressee and his ideally true responsive understanding as­ sume various ideological expressions (God, absolute truth, the court of dispassionate human conscience, the people, the court of history, sci­ence, and so forth). (Bakhtin, Speech genres and other late essays, 126)

Og þarna er eitthvað sem minnir á almenna hinn (með orðum Mead) og mér verður hugsað til „the subject supposed to know“ og „big Other“ úr Lacanískum pælingum.

Hvert er ég að fara með þessu? Við fetum okkur í átt að hugmyndafræði:

The attitudes of the people around us, the controlling mechanisms of our environment, what is taken as commonsense knowledge, i.e. the basic ideas of a social group, are all part of an ideology. (155)

Ég fæ strax í magann. Er hugmyndafræði nothæft hugtak? Heilu bækurnar eru skrifaðar um þá spurningu. En látum það bara vera. Mellin-Olsen er á leiðinni að búa til hugtök svo tala megi um klípur og óleysanlegar mótsagnir í stærðfræðinámi/kennslu. Gott að setja pukt eða kommu hér.