Hlekkir stærðfræðikennarans

Þessi vefur minn er ákveðin tilraun til að búa til samræðu eða að minnsta kosti veita einhverjum hugmyndum út í samfélag stærðfræðikennara á íslensku. Að vísu hefur lítil samræða orðið og það er lítið samfélag meðal stærðfræðikennara. Innblástur minn er einkum bandarískir stærðfræðikennarar og menntapælarar. Ég ætla að reyna að koma þessum tenglum í skipulagt safn hér til hliðar, en ég kann ekki sjálfvirka aðferð til að gera það með einum smelli svo ég hendi þessu inn hér á meðan:

Blogg sem allir stærðfræðikennarar ættu að fylgjast með:

Ég mæli með því að fólk fái sér „lesara“, þe. forrit sem safnar saman bloggfærslum. Dæmi um lesara eru Old Reader og Feedly. Einnig er sniðugt að fylgjast með á twitter, þar sem flestir bloggarar sem eru hér að ofan eru líka.

Nokkrar mjög gagnlegar vefsíður fyrir stærðfræðikennara:

Stærðfræðiforrit á línunni sem eru bæði fyrir kennara og nemendur:

  • Geogebra (Öflugt stærðfræðikennsluforrit. Ætti að vera í notkun í öllum kennslustofum.)
  • Desmos (Reikni- og teiknivél á netinu. Falleg og einföld í notkun.)
  • Wolfram alpha (Stærðfræðiforrit á netinu. Gerir mun meira en Desmos.)
  • Sage (Alvöru stærðfræðihugbúnaður, hentar lengra komnum.)
  • R (Alvöru tölfræðihugbúnaður, hentar lengra komnum.)

Forritunarumhverfi sem henta vel til að læra stærðfræði og forritun:

  • Scratch (Hentar krökkum frá 8 ára aldri. Það liggur við að ég vilji gera Scratch forritun að skyldunámsgrein í staðinn fyrir stærðfræði.)
  • Processing (Hentar öllum, frá kannski 10-12 ára. Það er mögulegt (og skemmtilegt) að læra um vigra (vektora) og hnitarúmfræði gegnum forritun í Processing.)

Myndbönd um stærðfræði:

  • Numberphile (Youtube-rás með áhugaverðum og skemmtilegum myndböndum um stærðfræði) 

Ég vona að einhverjir muni prófa að smella á eitthvað af þessu!