Í upphafi var orðið framorðið

Og það var orðið framorðið hjá Guði.

Nú hef ég enn og aftur startað logni. Ég meina bloggi. Vonandi til framtíðar. Til ævarandi framtíðar, eilífðarnóns.

Við störtum hérna svolitlu útgáfufélagi sem heitir Skjábjört. Ein af fyrstu útgáfunum verður rafbókin Radíó Rafauga sem inniheldur útvarpspistla eftir sjálfan mig. Þeir voru fluttir í Víðsjá árið 2004 að mig minnir, en bókin kemur út 4. júlí ef allt gengur upp.

Lommi og Margrét gerðu þessa kápumynd hér að ofan.

Þetta verður vonandi landi og þjóð til heilla og hagsbóta en þó sér í lagi sjálfum mér til gamans.