Draumar kratans og stærðfræðimenntun

Mér finnst að öll laun eigi að vera jöfn. Þetta gerir mig líklega að öfgajafnaðarmanni – orð sem sumar segja að geti ekki haft merkingu. Ég geri mér grein fyrir að hugmyndin fellur ekki að ríkjandi samfélagsskipulagi og er algerlega út úr því korti, algert rof, fullkomlega ekki hugsanlegt í okkar kerfi.

Ég hef undanfarið verið að taka saman drauma kratans, safna saman fögrum draumum hins jarðbundna jafnaðarmanns um jöfnuð innan kapítalisma. Þetta hobbí kallast á við ákveðna krítíska fræðilega umræðu um stærðfræðimenntun. Í gær skrifaði ég um Popkewitz, sem er undir áhrifum Foucault, en nú er það grein Pais, A critical approach to equity (2012), sem er meira undir áhrifum frá Zizek.

Pais gagnrýnir stærðfræðimenntun (fræðasviðið) fyrir að leita lausna á vandanum sem felst í ójöfnum tækifærum, aðgengi og árangri í skólastærðfræði með því að vera sífellt að reyna að finna upp og reyna „betri leiðir“ til að kenna stærðfræði. Þannig gangi hún út frá því (og framleiðir þá hugmynd) að vandinn sé tæknilegur og hægt sé að laga hann, eiginlega sé vandinn eins og sjúkdómur sem við séum að lækna. En þar með ímyndum við okkur að við séum með „annars heilbrigðan líkama“. Gert er ráð fyrir að með hlutum eins og bættri kennaramenntun, auknu frelsi nemenda í skólum, meiri virðingu fyrir fjölbreytileika nemenda, og nýtingu tölvutækni megi leysa vandann.

Ef einhver skyldi vera að lesa þetta utan mín og einhverra sérfræðinga, þá er jafnaðarvandinn fólgin í því að árangur nemenda í stærðfræði á mörgum skólastigum hefur mikil áhrif á sjálfsmynd og sjálfstraust og tækifæri þeirra til frekara náms og starfa (og þar með tekjumöguleika) svo eitthvað sé nefnt. Og árangri er venjulega mjög misskipt eftir stéttum.

Pais segir að með þessu sé verið að tala á sama hátt og talað er um vandamál í kapítalismanum: á honum séu ótal agnúar, það koma upp kreppur og stundum er gripið til neyðarráðstafana, vegna „undantekninga“. Þannig ímyndum við okkur að kerfið okkar sé ófullkomin birtingarmynd hins raunverulega sanna kerfis, sem við stefnum að, við jafnaðarmenn, og með faglega skipulögðu stuðningskerfi, velferðarkerfi og skattlagningu munum við smám saman gera lífið bærilegra og jafnara. Bara ef okkur tekst að vinna á göllunum. En nú er ég eitthvað að endurtaka gömul stef.

En við Marxistar vitum betur. Kapítalisminn er ekki bilaður, hann er bilunin sjálf.

for  the  standard  capitalist  view,  crises  are  “temporary,  correctable glitches” in the functioning of the system, while from the Marxist point, they are  its  moment  of  truth,  the  “exception”  which  only  allows  us  to  grasp  the functioning of the system. (Žižek, 2007, p. 6)

Og Pais setur semsagt fram hliðstæðu:

In the same way that, for capitalism, achieving social equity is a matter of correcting market mechanisms (increasing taxation of private profit, governmental limitations  on capital speculation, the criminalisation of individual magnates, etc.), similarly the vast majority of research on equity to achieve equity in school mathematics is a matter of  developing better teaching and learning strategies.

Og á sama hátt og ójöfnuður er grundvöllur kapítalismans er ójöfnuður grundvöllur skólastærðfræðinnar. Það sem við höldum að sé bara vandamál til að leysa svo við getum fengið „stærðfræði fyrir alla“ er í raun kjarni kerfisins:

In our case, the “universal Lie” is no more than the slogan “mathematics for all”, the “repressed truth” being the crude reality of those who year after year continue to fail in school mathematics. The systematic failure of people  in school mathematics points towards the system’s antagonistic character: the condition of impossibility of realizing the common goal (mathematics for all) is simultaneously its condition of possibility. That is, what makes schooling such an efficient modern practice is precisely its capability of excluding people by means of promotion. Thus, schooling is possible […] only to the extent that universal schooling, where everybody will be successful, remains impossible.

Þetta er hugmyndafræði. Hún felur dulbýr „tilgang“ sinn á sama tíma og hún raungerir hann. „Stærðfræði fyrir alla“ hylur yfir það hneyksli að skólakerfið hendir út og hafnar fjölda fólks undir lýðræðislegu yfirskyni.

The antagonistic character of social reality – the crude reality that in order for some to succeed others have to fail – is the necessary real which needs to be concealed so that the illusion of social cohesion can be kept.

Önnur gagnrýni Pais er svo á þá fullyrðingu að stærðfræði sé góð fyrir einstaklinga. Krítískir fræðimenn á þessu sviði hafa yfirleitt alltaf rökstutt að stærðfræði hafi raunverulegt mikilvægi fyrir alla, sérstaklega minnihlutahópa, undirskipaða og undirokaða. Með stærðfræði fái þeir hugartól sem færi þeim áhrifamátt og aukið vald. En Pais er ekki tilbúinn að taka þessu sem gefnu, enda er erfitt að færa sönnur á það almennt og yfirleitt að stærðfræði hafi slíkt gildi í sjálfu sér. Gagndæmið er í raun æpandi: flest fólk hefur mjög litla skólastærðfræði á sínu valdi en tekst eigi að síður að komast af, elska, og berjast um völd og áhrif. Hins vegar er ljóst að stærðfræði er mikilvæg fyrir nemendur vegna skólakerfisins og tilheyrandi orðræðu um að hún sé mikilvæg. Hér er rétt að minnast á að út frá sjónarmiði stærðfræðinga notar margt fólk stærðfræði í lífi og starfi. En það þarf ekki að þýða að það hafi lært að gera það í skólanum. Margar rannsóknir sýna að fólk lærir eða skapar sér þessar „stærðfræðilegu aðferðir“ utan skólans, og það lítur jafnvel ekki á það sem það er að gera sem stærðfræði. Og er alveg spurning hvort á að líta á það sem stærðfræði, vegna þess að það sem fólk gerir er oftast bundið tilteknum aðstæðum, tækjum, verkaskiptingu, tilteknum markmiðum og svo framvegis.

Ég á nú eitthvað eftir af þessari grein, geri hlé, en nótera að í samræmi við kenningu Althussers þá kemur hér fram sýn á skólakerfið sem hugmyndafræðilegt stjórntæki ríkisins, lykiltæki í endurframleiðslu kapítalismans.