Bókaútgáfa

Nú var ég að setja þrjár bækur á rafrænt form. Þær er að finna á síðunni Birt skrif sem velja má í flipa hér að ofan.

Hugmyndir eiga að vera frjálsar, eign er þjófnaður. Það er eiginlega ekki boðlegt að kvarta yfir frjálsu flæði upplýsinga og lista. Eins og Cory Doctorow segir: hvað myndum við segja ef veitingahúsaeigendur færu að grenja yfir nýju ókeypis-hádegisverðar vélinni sem gæfi hungruðum mat vegna þess að þeir yrðu að endurskoða viðskiptamódelið? Jájá, smá vandamál fyrir þá kannski, en hei, ókeypis matur fyrir alla er kannski ágætis pæling.

Gefum meira og allir græða.