Ekki stærðfræði

Á þessari síðu má nálgast nokkur skrif sem birst hafa í bókum, tímaritum og neti. Þú mátt deila þeim, afrita og endurljóðblanda — aðlaga verkin að þínum eigin þörfum en með eftirfarandi skilyrðum:

  1. Þau séu ekki nýtt til að valda manneskjum skaða, græða peninga, eða til að stuðla að auknum ójöfnuði milli manna.
  2. Upprunans sé getið.

Greinarnar endurspegla ekki endilega skoðanir mínar í dag eða gær en mjög líklega endurspegla þær á einhvern brotakenndan hátt eitthvað sem mér fannst á þeim tíma sem þær eru skrifaðar.

Útvarpspistlar 

Radíó Rafauga [safn útvarpsþátta og Víðsjárpistla sem fluttir voru á árunum 2004-2005.]

Greinar um ljóð & menntun 

Ljóðganga – skólalist (Birt í Af ljóðum, Nýhil 2005) [Grein um ljóð í skólasamhengi.]

Í leit að glötuðum tíma (Morgunblaðið, 19. nóv. 2005) [Grein um styttingu náms til stúdentsprófs á Íslandi. Ég er ennþá sammála því sem stendur þarna en ég myndi ekki skrifa þessa grein í dag af nokkrum ástæðum.]

Útgefnar ljóðabækur 

Sekúndu nær dauðanum – vá tíminn líður! (Nýhil, 2007) [Káputeikning: Schuyler Maehl]

Bókin var tilnefnd til Menningarverðlauna DV, þar sem sagt var: Ögrandi ljóðabók, gáskafull og grafalvarleg í senn. Ingólfur Gíslason tekst á við tungumál og tilfinningar með hressilegum hætti og varpar nýstárlegu ljósi á hvunndaginn og samtímann. 

Ljóð úr bókinni birtust í Tímariti máls og menningar og Stínu. Nokkur ljóð voru þýdd á þýsku og birt í austurríska tímaritinu Lichtungen og nokkur ljóð voru þýdd á dönsku og birt í ljóðasafninu Ny Islandsk poesi.


 

Það sem mér finnst helst að heiminum (Nýhil, 2009)

Á vef andspyrnu.org segir meðal annars í dómi um bókina:

Smábók Ingólfs Gíslasonar er prósaljóð sem veltir fyrir sér stöðu hins réttsýna manns horfandi á heiminn gegnum fréttamiðla, sem þrífast á markaðssetningu slæmra og vondra frétta, og lifir jafnframt innan valdapýramída sem fúnkera á viðhaldi óþverrans.

Hugvekjandi blanda af ljóðrænni existentíalískri heimspeki og gagnrýninni umræðu um ábyrgð valdamanna og almennings gagnvart þeim sem verða fórnarlömb í velmegunarpólitík og styrjöldum þessa heims.

 


[Ásamt Eiríki Erni Norðdahl] Handsprengja í morgunsárið (Nýhil, 2007) [Kápa: Goddur]

Bókin fékk ekki og hefur aldrei fengið neina opinbera umfjöllun nema í Lesbók Morgunblaðsins 10. maí 2008, þar sem segir:

Útkoman er afar róttæk gagnrýni á viðkomandi einstaklinga (og kannski fólskuleg árás á persónur þeirra).

 

Útgáfa Handsprengju í morgunsárið er fremur pólitískur gjörningur en ljóðlist.