Af hverju fór Egill Helgason út af Batman myndinni í hléi?

Á Facebook tilkynnti Egill Helgason:

Fórum út í hléi á Batman. Vissi að þetta var drasl – svo af hverju var ég að fara á myndina?

Í umræðuþræðinum kemur svo eitthvað fram um of mikið ofbeldi. Við þurfum náttúrlega ekki að horfa á ofbeldi í bíó þegar raunveruleikinn slær það allt út.

Fórum út í hléi á kapítalisma. Vissi að þetta var drasl – svo af hverju var ég að fara á þetta?

Ég fór hins vegar ekki út af myndinni í hléi, mér er nær að taka undir með Slavoj frænda sem segir:

The Dark Knight Rises attests yet again to how Hollywood blockbusters are precise indicators of the ideological predicament of our societies.

Hnausþykkt og sætt hugmyndafræðilegt hunang myndi ég segja. Svo var gaman að sjá kjarnorkusprengju springa. Ég er sjúkur í kvikmyndir þar sem kjarnorkusprengja springur.

En ég er líka sjúkur í menningarmarxíska umfjöllun. Þetta þrennt hef ég lesið, auk Zizeks:

The Dark Knight Rises: Dubious and distortive

Endless Mutation: Reboots and Sequels

Batman’s political right turn

En ég hafði fyrst og fremst gaman af ofbeldinu.

One thought on “Af hverju fór Egill Helgason út af Batman myndinni í hléi?

Comments are closed.