Monthly Archives: nóvember 2017

Leiðir beint og á ská

Þegar ég fer frá Hringbraut niður á Lækjartorg þá fer ég oftast inn Ásvallagötu af Hofsvallagötu, að kirkjugarðinum, niður á Suðurgötu og þangað að Aðalstræti/Kirkjustræti og yfir Austurvöll. Þegar ég fer í hina áttina fer ég frekar upp alla Túngötuna og svo niður Hofsvallagötu að Hringbraut. Ég velti því stundum fyrir mér á þessum gönguferðum af hverju ég fer ekki sömu leið, og þetta á við um fleiri svona ferðalög: ekki sama leið frá A til B og frá B til A. Er ég ómeðvitað að reyna að „stytta“ leiðina?

En hér er stærðfræðileg spurning sem hægt er að brjóta heilann um:

Lengd leiðarinnar milli A og B er 2 í fyrsta dæminu (lengst til vinstri). Hve langt er á milli eftir hinum leiðunum? Og: ef við vinnum meira með miðjumyndina, fjölgum „tröppunum“, hvernig breytist vegalengdin? [Og ef hún breytist ekki, væri ekki hægt að fá mynd sem er næstum alveg eins og síðasta myndin, svo nálægt að upplausnin í tölvuskjánum gæti ekki sýnt muninn?]