Monthly Archives: janúar 2013

Milli steins og sleggju, eða tveir kostir og báðir verri

Mellin-Olsen lítur á hugmyndafræði sem díalektískt hugtak, þar sem hún kemur fram í einstaklingnum sem afurð samskipta hans við félagslegt umhverfi, almenna hina, og sinnar eigin starfsemi (Activities í fleirtölu, hver og einn tilheyrir margs konar starfsemi í einu). Hann reynir að ná utan um vilja einstaklingsins með því að greina „forsendur“ hans (rationale). Til dæmis í samhengi við lærdóm. Af hverju reynir nemandi að læra? Vegna þess að það borgar sig innan skólans (maður sleppur við skammir, færist upp um bekk, osfr), eða vegna þess að það er nytsamlegt utan skólans (hugsanlega í framtíðinni). Hið fyrrnefnda kallar hann instrumental rationale for learning (I-rationale), hið síðarnefnda social rationale for learning (S-rationale). En nemendur geta líka hafnað lærdómnum (og það gerist iðulega).

the ever-present experience of our pupils: as educators we see them decide to learn or not to learn. As educators we are cheating ourselves if we do not make this phenomenon central to our theorisations. (157)

Forsendur hegðunar er einnig díalektískt hugtak. Það tilheyrir einstaklingnum en er afurð tengsla hans við kerfi almennra hinna (generalized others).

To explain a rationale for a particular behaviour is to describe the system of attitudes of the GOs. On the other hand we have to avoid determinism; the individual is not locked into such a set of rationales. Activity theory considers the individual to be reflecting and acting, thus being in a position to evaluate the effects of his behaviour.

Spurningin er: hvaða starfsemi er nemandinn í?

Whatever the combination of the S- and the I-rationale is the pupils are participating in some Activity. The major problem is when the pupil does not engage in the discussion at all. The vital problem for the teacher is to know which Activity. In this case, what is the system of rationales which builds the learning Activity of the pupil? It is not a very constructive situation when the teacher believes his pupils are working with the content out of interest for the subject itself, when what they are really doing is working towards examinations as the major goals. (158)

Við erum komin að gamla áhugamáli mínu: prófum og einkunnum.

En ég ætlaði að nótera hugtakið double-bind sem tekið er frá Bateson. Ég kann ekki íslenskt orð: þegar einhver valdameiri en þú gefur þér tvo kosti sem stangast á en eru báðir ómögulegir. Misvísandi boð, sem eru í mótsögn hvor við önnur:

In general, the double-bind builds on the presence of contradictory communications. Furthermore, as it is a bind, the receiver of the communication is not aware of the contradictions involved, he has not the appropriate metaknowledge about the contradictions present. Therefore the confusion and paralysis.

Kennarinn segir að stærðfræði snúist um skapandi rökhugsun en lætur nemendur ekki gera neitt nema hermiæfingar. Í námskrá stendur að skólastarf skuli einkennast af lýðræði, en í skólunum er ekkert lýðræði. Hvað ef kennari x segir „stærðfræði er æfing, æfing, æfing“, kennari y segir „stærðfræði snýst um að útskýra“? Eða „stærðfræði gengur út á að læra aðferðir sem nýtast í lífinu“ en skólastærðfræðin er augljóslega ekki þannig – verkefnin hafa enga tengingu við neitt „í lífinu“. Skóli fyrir alla, einstaklingsmiðað nám, en samræmd próf. Ansi kröftugt double-bind fyrir kennara og nemendur.

Hugmyndafræði, yfirsjálf, yfirviðtakandi, alhæfður hinn

Ekki orð um afkastaleysi. Nema þessi.

Mellin-Olsen (Politics of Mathematics Education) byggir kenningu sína um stærðfræðimenntun á starfsemiskenningu (activity theory), sem er díalektísk (enda byggð á Marx) og einstaklingur er aldrei til utan samfélags og samfélagslegrar starfsemi

Activity theory embraces both fields coherently: society and the individual are studied dialectically. Activities are the processes by which the individual exists, copes and survives in his society. The individual is thus a social individual in Activity theory. (152)

En hann telur að kenningin nái ekki utan um niðurrif, höfnun, og útilokun á starfsemi. Hann bendir réttilega á að margir nemendur hafna skólalærdómi og jafnvel skemma fyrir sjálfum sér og öðrum. Hann setur fram hugtök frá G. H. Mead til að tala um „almenna hinn“ (generalized other) sem hann reyndar segir svo að við getum allt eins kallað hugmyndafræði (ideology). Hinn almenni hinn er samsettur úr almennum viðhorfum, væntingum, viðbrögðum, eins og einstaklingurinn upplifir þau, og veitir honum „viðmið og mælikvarða“ fyrir hegðun.

Mead skiptir Sjálfinu (Self) í tvo hluta, „I“ og „me“, þar sem I er óskipulagði og ósjálfráður parturinn, en me er hins sá hluti sem stjórnar, og er samsettur úr almennum hinum eins og fjölskyldunni, skólanum, jafningjahópum, fjölmiðlum og svo framvegis. Me-ið er hið félagslega, sýn einstaklings á samfélagið gegnum viðhorf, væntingar og meiningar hópsins. En það eru auðvitað margir „almennir hinir“, og hvað gerist þegar þær raddir takast á?

What happens to a pupil when school, as a GO, says that education is important, while the family says the opposite? What about the situation where the messages from the peer-group contradict those of the family? In which cases do such contradictions lead to confusion and paralysis and in which cases does the individual manage to sort things out, take his decisions? (154)

Nú er það svo að við lestur fræðitexta sér maður endalaust líkindi, og maður hugsar að þetta sé „í raun það sama“ og eitthvað annað. Þetta er reyndar erfitt viðureignar, því stundum er mikilvægur blæbrigða- eða áherslumunur, og stundum eru kenningarnar byggðar á gjörólíkum forsendum þó að „æðri hugtök“ minni hver á önnur. Til dæmis er erfitt að sjá ekki hliðstæðu við Freud hérna. Súper-egó við stjórnina og id-ið óreiðan ein, og svo Lacan, Zizek og hugmyndafræði. En eitt í einu.

Mead segir, út frá þessu að hugsun sé innri samræða milli I og me. Til samanburðar segir Vygotsky líka að („æðri“) hugsun sé innra (/ytra) tal, en er ekki með þessa I-me skiptingu. Hins vegar er áhugavert að bera þetta saman við Bakhtin, því hann segir (skv. túlkun Holquist) að sjálfið sé þrískipt, og hugsun eins konar þrískipt samræða.

The self, then, may be conceived as a multiple phenomenon of essentially three elements (it is—at least—a triad, not a duality): a center, a not-center, and the relation between them. (Dialogism: Bakhtin and his World, 28)

En í hverju orði í samræðu eru að minnsta kosti þrír „aðilar“ þátttakendur: sá sem tjáir, viðtakandi og svo hinn þriðji „yfirviðtakandi“:

Any utterance always has an ad­dressee (of various sorts, with varying degrees of proximity, concreteness, awareness, and so forth), whose responsive understanding the author of the speech work seeks and surpasses. […] But in addition to this ad­dressee (the second party), the author of the utterance, with a greater or lesser awareness, presupposes a higher superaddressee (third), whose absolutely just responsive understanding is presumed, either in some metaphysical distance or in distant historical time (the loophole ad­dressee). In various ages and with various understandings of the world, this superaddressee and his ideally true responsive understanding as­ sume various ideological expressions (God, absolute truth, the court of dispassionate human conscience, the people, the court of history, sci­ence, and so forth). (Bakhtin, Speech genres and other late essays, 126)

Og þarna er eitthvað sem minnir á almenna hinn (með orðum Mead) og mér verður hugsað til „the subject supposed to know“ og „big Other“ úr Lacanískum pælingum.

Hvert er ég að fara með þessu? Við fetum okkur í átt að hugmyndafræði:

The attitudes of the people around us, the controlling mechanisms of our environment, what is taken as commonsense knowledge, i.e. the basic ideas of a social group, are all part of an ideology. (155)

Ég fæ strax í magann. Er hugmyndafræði nothæft hugtak? Heilu bækurnar eru skrifaðar um þá spurningu. En látum það bara vera. Mellin-Olsen er á leiðinni að búa til hugtök svo tala megi um klípur og óleysanlegar mótsagnir í stærðfræðinámi/kennslu. Gott að setja pukt eða kommu hér.

 

Stærðfræði er ekki (bara) tungumál

Aðeins að hugsa upphátt. Undir lok fyrsta kafla Politics of Mathematics Education segir Stieg Mellin-Olsen:

Children and young people should […] be in the possession of the means to communicate and give evidence about important features of their lives. They should be able to document and contribute to the solution of their problems, involving their fears, hopes, needs and demands. Language education is probably the most important subject in this respect. It is my conviction, however, that mathematics education can be as important. Mathematics is also a structure of thinking-tools appropriate for understanding, building or changing a society.

Þetta hefur alltaf verið mín réttlæting á því hvers vegna stærðfræði á erindi við fólk. En skólastærðfræði hefur ef til vill ekki haft þessa virkni, nema fyrir mjög fáa. Fyrir fjöldann er hún í besta falli tímasóun en það sem verra er þá er hún notuð til að útiloka, niðurlægja og hefta fólk (og Mellin-Olsen talar líka um það).

En hvað ætlaði ég að nótera núna? Eitthvað um stærðfræði sem tungumál eða ekki tungumál. Að læra stærðfræði er að stórum hluta að læra tungumál eða að búa til tungumál. Þegar betur er að gáð geta nemendur nefnilega leyst hinar ýmsu þrautir og vandamál með stærðfræðilegum hætti, þó að þeir hafi stöðluð tjáningarkerfi ekki á valdi sínu. Margar rannsóknir benda til þess að:

our pupils are in possession of much more mathematical knowledge than the educators have been aware of. The problem is that they store this knowledge and communicate it in other coding systems than the standard systems authorised by the curriculum.

Og hér minnist ég skiptingar Dave Hewitt á stærðfræði sem annars vegar nauðsynlegum sannindum (the necessary), og hins vegar hinna tilbúnu hugtaka og tákna (the arbitrary). Fyrir stærðfræðinga er hið fyrrnefnda miklu mikilvægara, og gæti ekki verið öðruvísi. Hið síðarnefnda gæti allt eins verið með öðrum hætti. Samt virðist hið síðarnefnda oft vera aðalinntak í skólum. Spurningin er:

To what extent is mathematics education a question of letting the pupil build his own mathematical language; and to what extent is it a question of guiding him into a ready-made field of language use?

Mellin-Olsen segir svo frá dæmi um það hvernig nemendur geta sjálfir lært stærðfræði með því að finna sínar eigin aðferðir við að skrá og svara spurningum sem þeir hafa áhuga á.

Ég byrjaði full seint á þessu í kvöld. Meira síðar.

 

Baráttan við lestrargræðgi, með femínisma, gegn kapítalisma

Berst við tilhneiginguna til að lesa meira án þess að skrifa, án þess að hugsa. Ég les og hugsa um leið, fæ nokkrar hugmyndir. Ef ég skrifa ekkert þá gufar þetta meira og minna upp. Ég man ekki hvað ég las fyrir viku. Ég verð að lesa aðeins meira í dag, en fyrst punkta niður grein sem ég las í dag, Nancy Fraser (2009) Feminism, capitalism and the cunning of history í New Left Review 56.

Hún telur annarrar bylgju femínisma hafa verið viðbrögð við ríkiskapítalisma (state- organized capitalism) eftirstríðsáranna, sem hún greinir í fernt:

  • haghyggju (economism) – að eina breytan sem skipti máli væri efnahagur, sem ýtir öðrum þáttum mismununar út á jaðarinn
  • karlmiðjun (androcentrism) – hin viðtekna ímynd borgarans væri karl sem fyrirvinna heimilisins
  • ríkishyggja (etatism) – mætti ef til vill nefna skrifræðis- og sérfræðihyggju, þar sem allur vandi skilgreinist sem verkefni til þess hæfra sérfræðinga og stofnana, í stað þess að borgararnir sjálfir séu virkir.
  • þjóðríkishyggja (Westphalianism) – réttindi og réttlætismál eru alltaf rædd innan múra þjóðríkisins og ríkisborgara.

Fraser telur annarar-bylgu femínisma hafa sett fram róttæka gagnrýni á fyrstu þrjá þættina, en minna á hinn fjórða. Til dæmis um fyrsta atriðið segir hún (meðal annars):

Politicizing ‘the personal’, they expanded the meaning of justice, reinterpreting as injustices social inequalities that had been overlooked, tolerated or rationalized since time immemorial. Rejecting both Marxism’s exclusive focus on political economy and liberalism’s exclusive focus on law, they unveiled injustices located elsewhere—in the family and in cultural traditions, in civil society and in everyday life.

og

With the benefit of hindsight, we can say that they replaced a monistic, economistic view of justice with a broader three-dimensional understanding, encompassing economy, culture and politics.

Meginkenning Fraser er að þrátt fyrir að femínisminn hafi náð töluverðum árangri, hafi hann verið samhliða breytingum á formi kapítalismans, frá ríkiskapítalisma að nýfrjálshyggju, og hann hafi að einhverju leyti verið notaður í þágu þeirra breytinga. Til dæmis hafi hann stundum þróast út í „sjálfsmyndapólitík“ (identity politics), þar sem ofuráhersla er á viðurkenningu og sýnileika ólíkra hópa, á meðan krafan um raunverulegan efnahagslegan jöfnuð hverfur. Einnig hafi gagnrýnin á karla sem fyrirvinnur heimila farið saman við allsherjar vinnuvæðingu lífsins þar sem atvinuöryggi er minna og allir þurfa að vinna meira til að halda lífskjörum:

I am suggesting that second-wave feminism has unwittingly provided a key ingredient of the new spirit of neoliberalism. Our critique of the family wage now supplies a good part of the romance that invests flexible capitalism with a higher meaning and a moral point. […]

Once the centrepiece of a radical analysis of capitalism’s androcentrism, it serves today to intensify capitalism’s valorization of waged labour.

Hún bendir líka á hvernig gagnrýni á stofnanaræðið getur virst fara saman við kröfu nýfrjálshyggjunnar um niðurskurð og afnám afskipta ríkisins. Þetta gerist þó að markmið femínista hafi alltaf verið aukin pólitísk þáttaka og valdefling almennings, við getum kallað það lýðræðisvæðingu ríkisins en alls ekki afnám félagslegra úrræða og stuðnings.

capitalism would much prefer to confront claims for recognition over claims for redistribution, as it builds a new regime of accumulation on the cornerstone of women’s waged labour, and seeks to disembed markets from social regulation in order to operate all the more freely on a global scale.

Hún kallar eftir ákveðnari pólitík þar sem raunveruleg krafa um jöfnuð (líka yfir landamæri) fær aftur aukið vægi, í stað of mikillar áherslu á sýnileika, sjálfsmyndir, og aðgang að auðsöfnun innan kapítalismans.

Í grein Fraser er dálítið komið inn á þessa umbreytingu kapítalismans og hvernig hann hefur gleypt eða hámað í sig alla gagnrýni út frá „listrænu“ eða „frelsi“ – það er einmitt í hans þágu að (sumir) verkamenn fái að vera skapandi, frjálsir andar. Þetta tengist umræðu um menntamál og gagnrýni á „hefðbundna skóla“ sem of þröngvandi, ekki nógu frjálsa, þeir séu að steypa alla í sama mót og séu ekki nógu „einstaklingsbundnir“. Þetta er oft líka sett í samhengi við „breytta tíma“, tuttugustu og fyrstu öldina, og jafnvel opinskátt tengt við samkeppnishæfni í nútímanum. Ég held að það þurfi að spyrna kröftuglega við þessu og greina skýrt á milli skólastarfs sem er raunverulega „lýðræðisvætt“, þar sem nemendur hafa eitthvað að segja um nám sitt, annars vegar, en hins vegar þess sem miðar að því að framleiða enn fullkomnara samlagaðra vinnuafl, „framúrskarandi“ og viljuga þáttakendur í kapítalismanum.

Dworkin og Zizek um kynlíf

Í gær gekk ég frá yfirferð og einkunnum. Í dag kom ég að þessu í texta Dworkins:

Current dogma is to teach by rote that sex is „healthy“ as if it existed outside social relations, as if it had no ties to anything mean or lowdown, to history, to power, to the dispossession of women from freedom. (218)

Þetta minnti mig á eitthvað sem Zizek hefur sagt, en hann hefur lengi endurtekið pælingar sínar um það hvernig nautn og ánægja eru tengdar hinu forboðna og óheilbrigða. Í gamla daga var talað um syndir og dyggðir en núna er talað um eitthvað sem heilbrigt eða  óheilbrigt. Ég fann á netinu það sem ég hafði lesið fyrir nokkrum dögum:

A couple of days ago flying here, I read some airline journal that you get, and it had a long text praising sex but in a way which was totally depressive. It said, “Make love as often as you can because it’s good for your blood circulation. It strengthens your heart.” […]  This is a terrifying vision.

Hann hefur auðvitað oft áður talað um „öruggt kynlíf“, kynlíf með smokkum, eins og það sé hliðstætt sykurlausu gosi eða koffínlausu kaffi, það er nautnin án hins „forboðna“ unaðs, því sem er „hættulegt“, „syndsamlegt“ og svo framvegis. Dworkin bendir á hvernig ríðing er í hefðbundnu tali „ljót“ eða „skítug“ athöfn (dirty). (Tala krakkar ennþá um að „gera ljótt“?) sem hún tengir við það að konan sé talin skítug. Það er eitthvað „ljótt“, „ógeðslegt“ við allar nautnir (samkvæmt Zizek) en fyrir Dworkin stafar sú nautn af niðurlægingunni, valdamismuninum, sem þýðir að konan er skítug. Og hún spyr:

with women not dirty, with sex not dirty, could men fuck? (218)

Mér finnst áhugavert að karlspekingar eins og Zizek (og ótal fleiri) lýsa kynlífi oft sem nauðsynlega einhverju „skítugu“ ef það á að vera nautn í því. Ég hef ekki séð þetta í skrifum kvenna (Dworkin hefur auðvitað efasemdir um að karlar geti þetta…) Mér þætti áhugavert að vita hvað Zizek hefði að segja um kynlíf ef staða kynjanna væri jöfn., og kynlíf væri þar af leiðandi ekki „skítugt“. Dworkin skrifar:

But for sex not to mean dirt – for sex not to be dirty – the status of women would have to change radically; there would have to be equality without equivocation or quali-fication, social equality for all women, not personal exemptions from insult for some women in some circumstances. (218)

 

Ríðingar eru menningarlegt, sögulega mótað og félagslegt fyrirbæri

Hnéspeglun í dag. Þess vegna ekki mikið unnið. Las þó örlítið í Mellin-Olsen, samantekt hans á activity theory. Og svo nokkrar síður hjá Dworkin.

Það er svo furðulegt hvernig textar kallast á. Tvær af meginsetningum activity theory eru

(a) við (manneskjur) erum bæði afurðir og framleiðendur aðstæðna okkar (sögu, tungumáls, menningar):

The conception is one of man as an acting person, at one time being both determined by history and determining it, being both created by society and creating it. It is in this context of historical and dialectical materialism that Activity as an object for psychology is examined — as the process by which man acts in and on the world, transforms it and is transformed by it.

(b) það sem við gerum (activity) er alltaf félagslegt (og hér er vitnun í Leontiev):

In all its distinctions the activity of the human individual represents a system included in the system of relationships of society. Outside these relationships human activity simply does not exist. Just how it exists . . . cannot be realized otherwise than in the concrete activity of man.

Nú smellpassar þetta við kenningu Dworkin um ríðingar, að þær séu félagslegt fyrirbæri, hliðstætt starfsemi (activity) að því leyti að hver einasta konkret ríðing mótar fólk, og er mótað af fólki. Ríðing sem „starfsemi“ (félagslegt-menningarlegt fyrirbæri, mótað gegnum aldirnar) sem við erum afurð (einnig bókstaflega!) og sem við framleiðum:

In each act of intercourse, a society is formed; and the distribution of power in that society is the state interest at stake.

Hún færir svo fyrir því rök að nákvæmlega í ríðingum sé kynjakerfinu viðhaldið, og að form þeirra sé félagslegt, undir eftirliti, haldið utan um með lögum, reglum og normum sem segja fyrst og fremst: karlinn er ofaná, konan er undir – og öllu máli skiptir að skýr greinarmunur sé á þessum hlutverkum kynjanna.

Society justifies its civil subordination of women by virtue of what it articulates as the „natural“ roles of men and women in intercourse; the „natural“ subjugation of women to men in the act. God and nature are not enemies in this argument; divine law and sociobiologists, for instance, agree on the general rightness of male dominance. Nature, however, cannot be counted on. Women do not know how to be women exactly; men constantly fail to be men. The rules governing intercourse protect errant human beings from the failures of their own natures. „Natural“ women and „natural“ men do not, alas, on their own, always meet the mark.

Þess vegna er Biblían svo afdráttarlaus um þetta: þú skalt ekki leggjast með karlmanni sem kona væri, og sama má segja um veraldlega lagasetningu og sálfræðihandbækur allt fram á þennan dag. (Þó að slakað hafi verið á reglum sumstaðar).

The laws regulating intercourse – prescribing how we must use each other (be used) as well as proscribing how we must not use each other – are supposed to protect the authentic natures ofmen and women. Men being fucked like women moves in an opposite direction; so there is a rule against men being fucked like women.

Samantektarpunkturinn, hliðstæðan: ríðing er ekki prívat heldur félagsleg, ekki frjáls heldur bundið regluverki (sem er réttlætt með vísan í guð eða náttúrlegt eðli), í einstökum ríðingum erum við framleidd sem afurðirnar: karl og kona, jafnframt því sem við framleiðum hvað hið félaglega fyrirbæri ríðing er: karlinn ofan á, konan undir.

Hvers vegna eru heilagar bækur og lagatextar á móti hommum? Það er vegna þess að þá lætur karlmaður ríða sér sem hann væri kona. Og það er óþolandi, því það grefur undan undirskipun kvenna.

Intercourse og Politics of mathematics education

I. Intercourse

Í fjórða kafla Intercourse talar Dworkin um ríðingar út frá skrifum og lífi James Baldwin sem var samkynhneigður karl og auk þess svartur Bandaríkjamaður. En fyrst setur hún fram kenningu um muninn á hægrisinnuðum og vinstrisinnuðum Bandaríkjamönnum: hvorutveggja trúa á ríðingar sem góðar og æskilegar; hægrimenn vilja halda því innan hjónabands karls og konu, og konan sé eign eiginmannsins og alltaf til taks, en vinstrimenn vilja helst sem flestar hjásvæfur, þannig að karlar hafi aðgang að öllum konum almennt, alltaf og það skiptir ekki öllu máli hver það er. Þegar hún talar um kynlíf og ríðingar er hún að tala hið venjulega hefðbundna óígrundaða, hálfsjálfvirka kynlíf sem ríkir í heiminum.

There is no imagination in fetishlike sexual conformity; and no questions are being asked in political discourse on sex about hope and sorrow, intimacy and anguish, communion and loss.

Hún telur að almenn orðræða og hugmyndir um kynlíf séu fátæklegar, máttlitlar og daufar, og að ástæða þess að menn verja nauðganir, klám og vændi sé fyrst og fremst ótti karla við að fá minna að ríða.

Critiques of rape, pornography, and prostitution are “sex-negative” without qualification or examination, perhaps because so many men use these ignoble routes of access and domination to get laid, and without them the number of fucks would so significantly decrease that men might nearly be chaste.

Hún telur að við séum vitlaus, ignorant, og viljum ekki vita sannleikann um sjálf okkur.

White people especially do not want to know, and do not have to know to survive; but if they want to know, they have to find out; and to find out, they have to be willing to pay the price of knowing, which is the pain and responsibility of self-knowledge.

Þetta endurómar þema sem ég hef verið að hugsa um síðustu ár, bæði fyrir mig sjálfan sem hvítan menntaðan karlmann í ríki sem trónir á tindi auðæfa heimsins. Hvað ég þurfti til að reyna að sjá mitt eigið samfélag og  persónuleg samskipti eins og ef ég væri kvenkyns. Hvað ég er fullkomlega ófær um að sjá það eins og ef ég væri til dæmis flóttamaður með annað tungumál og ekkert tengslanet, eða … já hvað sem er annað. Nógu erfitt er að reyna að sjá hlutina út frá sjónarmiði nemenda minna. En Dworkin er reyndar að tala um samfarir – en hún er að hugsa merkingu þeirra, eins og hún er, í heiminum, núna.

Missing especially is the connection between sex and the complexity of identity; a vital connection without which the fuck is an exercise in futility, going from nowhere to nowhere, no one fucking nothing.

Í næsta kafla setur hún fram það sem ég held að sé almennt rétt túlkun, og má sjá í allri mennningunni í öllu frá gamanþáttum að gamanmyndum:

Most women are not distinct, private individuals to most men; and so the fuck tends toward the class assertion of dominance.
being erotically owned by a man who takes you and fucks you is a physically charged and meaningful affirmation of womanhood or femininity or being desired.

En Dworkin leyfir sér að segja: það bætir ekkert að konur „vilji“ vera viðföng, „vilji“ láta taka sig, „vilji“ vera undir (hvernig ættu þær að vilja annað, hvernig ættu þeir að geta ímyndað sér aðra möguleika – þetta er það sem þær (og þeir) læra, svona er menningin). Þetta hefur þær afleiðingar að kona er ekki mennsk til jafns við karl. Félagsleg tilvist konunnar og viðurkenning byggir á því að henni sé riðið, hún sé ríðileg, en það kostar hana mannlega tilvist.

Dworkin greinir sögu eftir Isaac Bashevis Singer, Satan in Goray og talar út frá henni. Mér fannst sú umfjöllun ekki svo grípandi. Svo tók hún fyrir goðsögnina um Jóhönnu af Örk, sem var hrein mey, klæddist og barðist sem karlmaður, en var að lokum tekin af lífi.

Because she found a way to bypass male desire, Joan’s story illuminates and clarifies to what degree male desire determines a woman’s possibilities in life: how far, how fast, where, when, and how she can move; by what means; what activities she can engage in; how circumscribed her physical freedom is; the total subjugation of her physical form and freedom to what men want from her.

Næst fjallar Dworkin um Drakúla og Emmu Bovary, og tekur Flaubert vel til bæna, en næsti kafli er hreinni, frumspekileg og pólitísk samantekt.

What intercourse is for women and what it does to women’s identity, privacy, self-respect, self-determination, and integrity are forbidden questions; and yet how can a radical or any woman who wants freedom not ask precisely these questions?

Þetta er magnaður kafli og ég þarf að gera honum betur skil, en ég hef heyrt/lesið fleira en eitt og fleira en tvennt eftir karla sem er í samhljómi við eftirfarandi spurningu sem ég get ekki svarað:

Can intercourse exist without the woman herself turning herself into a thing, which she must do because men cannot fuck equals and men must fuck: because one price of dominance is that one is impotent in the face of equality?

Þessum öðrum hluta bókarinnar, af þremur, lýkur á eftirfarandi, sem mér virðist nokkrum gráðum harkalegra, rosalegra og skelfilegra en þær hryllingsskáldsögur sem ég hef lesið eftir karla síðustu ár:

Maybe life is tragic and the God who does not exist made women inferior so that men could fuck us; or maybe we can only know this much for certain – that when intercourse exists and is experienced under conditions of force, fear, or inequality, it destroys in women the will to political freedom; it destroys the love of freedom itself. We become female: occupied; collaborators against each other, especially against those among us who resist male domination – the lone, crazy resisters, the organized resistance. The pleasure of submission does not and cannot change the fact, the cost, the indignity, of inferiority.

II. The Politics of mathematics education 

Ég hef skoðað þessa bók áður. En nýlega benti einn leiðbeinenda minna mér á að lesa hana, og byrja á síðasta kaflanum. Sem ég gerði og las fyrir jól, og nú man ég ekki hvað stóð þar. Geri þó ráð fyrir að geta rifjað það upp. Ég las frá byrjun í dag. Fyrst lýsir höfundurinn Stig Mellin-Olsen nokkrum reynslusögum af stærðfræðikennslu, eða samskiptum við nemendur, utan og innan skóla, aðallega við nemendur sem „vildu ekki læra“, nemendur sem voru með vesen og stæla, höfnuðu skólanum, og gátu ekkert reiknað þar þótt þeir gætu vel reiknað þegar þeir skruppu út í sjoppu eftir sígarettum í frímínútum. Hann lýsir því þegar hann fór að lesa um fyrirbæri sem allir stærðfræðikennarar þekkja (og ég þekki vel, og hef lesið um undir mörgum heitum):

the pupils repeatedly came up with fixed rules and final solutions when the teacher asked for reasoning, explanations, logic and structures. The pupil’s tendency to handle mathematics without any concern for what they were really doing was quite disturbing.

Mellin-Olsen segist hafa náð kenningarlegum tökum á ýmsu þessu tengdu þegar hann kynntist hugtakinu skóli sem tæki (instrument):

school as an objective tool for its pupils, with which they could obtain the necessary qualifications for labour in order to make a decent life as adults. School thus functioned as an instrument for its pupils.

Ég er algerlega sammála höfundi um að sálfræði (cognitive, information processing, og þess háttar) hefur enga hefð fyrir því að taka samhengi skólans inn í myndina.

psychology is not able to examine the dialectics between the interpretation of context and the resulting behaviour, a dialectics which is essential for the understanding of learning.

Hann segir frá frægum rannsóknum sem gerðar voru í Bandaríkjunum á sjöunda áratugnum (Coleman report) þar sem sýnt var að börn frá efnaminni heimilum náðu lélegri árangri í skólum en hin efnameiri. Niðurstaðan var túlkuð þannig að það væri eitthvað að á heimilum hinna efnaminni. Við getum kallað þetta „bakgrunnskenninguna“: fátækir foreldrar voru lélegri uppalendur, töluðu fábreyttara tungumál við börnin sín og studdu þau ekki nógu vel. Reynd voru ýmis prógrömm til að bæta börnunum upp lélega foreldra, til dæmis Head Start prójektið, og lengi var deilt um það hvor það skilaði einhverjum árangri. Mellin-Olsen telur svo ekki hafa verið, en hann telur að menning sé grundvallarhugtak til að skoða ef maður vill smíða kenningar um stærðfræðimenntun.

culture is so deeply rooted in history, ideology, religion, not forgetting the struggle to cope with daily needs, that it would be astonishing if its members would give it up overnight for the sake of the demands of school.

Hann segir (í samræmi við marga fræðimenn seinni ára):

in order to play fair to the culture, one should at least examine it from the inside: not only to find out about vocabulary, grammar, knowledge use, but also the basic rationale governing learning behaviour.

Eftir inngangskaflann, kemur kafli um kenninguna sem hann er að þróa, sem er hans útgáfa af sovéskri menningarsálfræði, eða starfsemiskenningu (activity theory), sem byggir á skrifum Marx, en á sem slík upphaf sitt að rekja til Vygotsky og var þróuð áfram af Leontiev, sem báðir voru Sovétmenn.

the learner always has some important knowledge which is significant for the learning process, knowledge which should thus be recognised by the curriculum maker. This paradigm will be central in the exploration of the theory.

En nú verð ég að hætta í bili.

Lestrar-vinnu annáll 2013: raunhæft eða ranghugmynd?

Nú mun ég nota þessa síðu til að skrásetja vinnu við doktorsverkefnið mitt og önnur verkefni. Ég vona að ég muni líka skrifa hérna örstutt um það sem ég les, svona allt sem er meira en fréttafroða og létt snakk. Bækurnar á nátt- og stofuborðinu. Rafrænar eða í pappír. Í dag hef ég ekki unnið við verkefnið, ég ætla að segja að ég sé í fríi í dag.

Um þessi jól hafa bækurnar verið Pascalian Meditations eftir Bourdieu, Stuð vors lands eftir Doktor Gunna, Killing Time (sjálfsævisaga) eftir Paul Feyerabend, Mindfullness eftir Ellen Langer, Pornland eftir Gail Dines og Intercourse eftir Andreu Dworkin. Rétt væri að segja að ég hafi gluggað í allar þessar bækur, mismikið, en enga þeirra lokið við. Ég nefni þetta safn í upphafi, en einhvers staðar verður að byrja. Líklega er betra að skrifa um það sem maður las í dag, núna.

Ég hélt áfram frá því í gær með Intercourse. Í einhverri óskilgreindri menningu „menntafólks“ gengur sú hugmynd að í þessari bók sé því haldið fram að typpi-í-píku samfarir séu í raun og veru alltaf nauðgun. Þetta var sú óljósa hugmynd sem ég hafði. Ég gerði reyndar ráð fyrir að málið væri flóknara en svo.

Ég vissi ekki að bókin er skrifuð sem bókmenntarýni. Hún tekur fyrir hugmyndir um samræði meðal annars út frá Kreutzer-sónötu Tolstoy og sambandi Tolstoy við konu sína, A streetcar named desire eftir Tennessee Williams, sögum Kobo Abe og skrifum James Baldwin, sér í lagi Giovanni’s Room. Ég er ekki kominn lengra. Ég er ef til vill farinn að skrifa of mikið, það er: meira en ég á eftir að geta gert á hverjum degi.

Ég hef aldrei lesið áður um samband Tolstoy við sína konu. Þau gengu í hjónaband þegar hún var átján, hann þrjátíu og fjögurra. Eftir því sem Dworkin túlkar dagbækur hennar og endurminningar var hann kaldur, ástlaus og vondur við hana. Hann reið henni jafnframt því að sýna henni fyrirlitningu. Hann barnaði hana þrettán sinnum. Hún ól börnin upp, hann kom ekki nálægt því. Í Kreutzer-sónötunni segir frá karli sem myrðir konuna sína. Hann segir að þegar hann hafði drepið hana, hafi hann í fyrsta skipti séð eitthvað af mennsku hennar. Það virðist viðurkennd túlkun á sögunni að með henni hafi Tolstoy verið að skrifa gegn „rómantískri ást“ og sér í lagi gegn kynmökum. Dworkin segir um það:

The radical social change demanded by Tolstoy in this story – the end of intercourse – is a measured repudiation of gynocide: in order not to kill women, he said, we must stop fucking them.

Nú er ég að endursegja söguna gegnum Dworkin. Hvað er gagnlegt að gera það í smáum atriðum? Jæja. Sagan hefst á að ung kona (einskonar femínisti þess tíma) í lest fer að tala um að grundvöllur hjónabands eigi að vera ást. Karlarnir sem sitja með henni rífa þessa hugmynd niður. Hér er vitnað í söguna:

„Every man,“ he tells her, “experiences what you call love for every pretty woman.“

Ég held að það megi greina mjög stóran hluta hugmyndaheims nútímans um kynhlutverk út frá þessari fullyrðingu. Sá sem talar (morðinginn) tekur nú sviðið og lýsir því hvað samræði er:

They emancipate women in universities and in law courts, but continue to regard her as an object of enjoyment. Teach her, as she is taught among us, to regard herself as such, and she will always remain an inferior being.

Dworkin dregur saman og segir frá með sannfærandi hætti, hvernig Tolstoy sjálfur greinir og tengir saman kvenhatur karla og viðbjóð á kynlífi. Sumt af því sama má lesa um í vikublöðum, vinsælum bókum og kommentakerfum í dag, til dæmis þegar talað er um „vald“ kvenna yfir körlum, í krafti kynþokka síns:

The rage against women as a group is particularly located here: women manipulate men by manipulating men’s sexual desire; these trivial, mediocre things (women) have real power over men through sex.

Eða til að vitna í söguna sjálfa (hér eru orð lögð í munn kvenna):

‘Ah, you want us to be merely objects of sensuality – all right, as objects of sensuality we will enslave you.’

Karlmaðurinn sem fangi girndar sinnar, afbrýðisemi sinnar, þörf til að ráða algerlega yfir líkama konunnar. Ég hef lesið um þetta áður. Margir brilliant karlhöfundar hafa farið yfir þetta. Tolstoy fer með þetta til hinnar endanlegu rökréttu afleiðingar þegar karlinn myrðir konuna. Nú hef ég notað klukkutíma til að skrifa þetta, með bókina við hlið mér. Þetta er of langur tími. En þessi fyrsti kafli, greining og syntesa Dworkins út frá Tolstoy, er mikilvæg lesning, hvöss og sannfærandi. Hún segir um Tolstoy:

In The Kreutzer Sonata he knew, as artists often do, more than he was willing to act on in real life, especially about how women (and one woman in particular) were part of the wealth he owned; and especially about how intercourse was implicitly violent, predicated as it was on exploitation and objectification.

Hún bendir á að á síðustu árum hans hafi hann í raun og veru stundað reglulegar nauðganir á Sófíu.

He hated intercourse because of what it did to him, how he felt wanting it, doing it, being done with it. He hated Sophie because he fucked Sophie. For Sophie, being used, being hated, being fucked, meant loving him as a wife was supposed to. To her diary only she confided that „the main thing is not to love,“ because it is „so painful and humiliating,“ and „all my pride is trampled in the mud.“

Ég verð að skrifa minna næst, þetta er of detalíerað, en hvernig á maður samt að muna nokkuð eða verða fyrir áhrifum, ef maður gefur því ekki nægilegt rými eða tíma? Það er að minnsta kosti alveg ljóst að Andrea Dworkin hefur lent í því sama og flestir aðrir femínistar, að skrif hennar og hugmyndir eru afbakaðar og öðlast frægð í brengluðu formi. Mér finnst analýsa hennar á Tolstoy og sögu hans hitta beint í mark.